Lífið

Hæ hæ

Ég heiti Ásta og er að verða 45 ára.

Ég á 3 dætur sem á þessu ári verða/eru 20-17-7 ára, þessar tvær eldri eru alsystur.              Við höfum búið í vesturbæ Reykjavíkur síðan í Maí 2018 en fram að því hefur verið rosalegt flakk á okkur.

Eldri stelpurnar voru í ekki nema 6 mismunandi grunnskólum sem er alveg skelfilegt að hugsa til. Eingöngu vegna þess að ég var að reyna að finna eitthvað...eitthvað sem ég hef enn ekki hugmynd um hvað er en er alveg hætt að eltast við. Þegar kom svo að því að yngsta færi í grunnskóla tók ég þá ákvörðun að ég yrði að búa á stað sem ég gæti hugsað mèr að búa næstu 10 árin...svo hún gæti verið í einum skóla( þarf að vísu að fara í 2 þar sem fyrst er það Melaskóli og svo gaggó Vest hehe eða Hagaskóli) hún allavega fylgir fèlögunum gegnum skólagönguna. Miðjan mín er í Tækniskólanum í Hafnarfirði að læra rafvirkjun og vinnur með skólanum. Hún er ótrúlega dugleg og dröslast með strætó það sem hún þarf að fara án þess að kvarta nokkurn tíman. Elsta dóttirin er flutt að heiman(for now) og vinnur 2-2-3 vaktir í Mosfellsbæ.

Ég hef verið feit öll mín fullorðins ár og hef reynt nánast alla kúra sem til eru án langtíma árangurs. Èg er með vefjagigt, mígreni og stoðkerfisvandamál og èg held að þetta sé tilkomið vegna lélegs mataræðis. Ég hef núna í nokkurn tíma verið svo slæm í öðrum fætinum að ég ákvað að dröslast til læknis. Hann vildi ómskoðun á fótunum til að útiloka blóðtappa. BLÓÐTAPPA!!!! Hvað er í gangi?? Heilinn fór á yfirsnúning og hjartað hoppaði næstum upp í hálsfrown hvað er ég búin að gera sjálfri mér hugsaði ég. Nú jæja ég var aðeins byrjuð að taka til í mataræðinu á heimilinu en þarna gerðist eitthvað... Næsta skref var þessi ómskoðun sem kom vel út og engir blóðtapparsmile en mataræðið yrði samt áfram í tiltekt.

Fyrir mig persónulega hentar lágkolvetna(lkl/lchf) mataræði mjög vel og er ég á fullu að innleiða það á heimilið. Pfff það gengur svona...sæmilega... þetta er bara drullu erfitt skal ég segja þér. Tala nú ekki um þegar maður hangir heima allan daginn alla daga og leitar í skápana endalaust. Að vísu er ekkert orðið til lengur sem ég freystast í svo ég þarf að hafa fyrir því að fá mér eitthvað að borða.

Ég mun setja inn uppskriftir sem ég nota og kannski slæðist inn mynd annað slagið af einhverju skemmtilegu. Og ég mun leyfa þér að fylgjast með árangrinum...og líka þegar illa gengur.

Njóttu dagsinswink

 


Um bloggið

Nýtt líf

Höfundur

Ásta
Ásta

45 ára einstæður öryrki sem á 3 frábærar dætur. Berst fyrir bættri líðan með breyttum lífsstíl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband